Tuesday, September 6, 2016

Allt sem þú vilt vita....

Rakst á þessa grein sem fjallar um  allt sem þig langar(og þarft) að vita(líka ef þú ert grafíker)
Maður er nefnilega alltaf í dálitlum vandræðum þegar kemur að því að nefna hluti einhverjum nöfnum. þegar meður er að vinna verk sem á að senda td. til þátttöku á sýningu, þá þarf að vita:

Hvaða aðferð er þetta?
Á hvernig pappír er verkið unnið?
Hvernig á að merkja það ?
Er þetta þrykkt í upplagi?
Hvernig á að merkja það á ensku? Íslensku? Þýsku?

Þessi verk vann ég fyrir sýningu hjá Manhattan Graphics sem opnar 8. október nk.

Hidden landscapes I 2016
Silkscreen, Monotype
Artist: Soffía SæmundsdóttirHidden landscapes IV - 2016
Silkscreen/Monotype
Artist: Soffía Sæmundsdóttir

Sunday, August 7, 2016

Er að prófa mig áfram með nýja tegund af pappír/I'm trying a new kind of paper
Verk í vinnslu/Work in progress August 2016
Er að prófa mig áfram með nýja tegund af pappír/I'm trying a new kind of paper
Verk í vinnslu/Work in progress August 2016

Er að prófa mig áfram með nýja tegund af pappír/I'm trying a new kind of paper
Verk í vinnslu/Work in progress August 2016
Ný litapaletta/New palette

Tréplatan að loknu þrykki /
Love the plate


Ný litapaletta/New color palette
Sunday, September 21, 2014

Grafík í New York - Fræðslusetur

New York býður upp á allar tegundir lista og er grafíkin þar ekki undanskilin. Alþjóðlega grafíksetrið eða International Print Centre er í einu aðal gallerí hverfi borgarinnar og þar eru jafnan sýningar, og oft ýmsar samkeppnir sem hægt er að taka þátt í. Staðsetningin er á 5 hæð og ekki beint aðlaðandi að koma þar að, en salurinn þar miðlungsstór, með hátt til lofts. Þar sá ég ýmis verk eftir marga þekkta listamenn, ekki endilega grafíklistamenn og var ég ekkert sérstaklega "imponeruð". Hinsvegar vakti athygli mína örlítið fræðslusetur í smá rými inn af salnum. Þar mátti sjá tól og tæki, litla pressu, myndir, bækur um grafíklistamen, plötur ofl. ásamt fræðslumyndbandi. Áhugavert og einfalt að útfæra.Thursday, August 14, 2014

Boston Printmakers, sýningar ofl.

Næsta vika verður venju fremur annasöm í grafíktilliti. Tvær grafíksýningar í uppsiglingu sem ég tek þátt í, 45 ára afmæli Félagsins Íslensk grafík verður fagnað á Menningarnótt í Artótekinu og er opnun klukkan 18.

En á mánudaginn þ.e. 18.-24 ágúst næstkomandi tökum við á móti 18 grafíkerum frá Boston sem ætla að vera hér, vinna á verkstæðinu og skoða landið.


Á Menningarnótt verður þessi góði hópur að störfum á grafíkverkstæðinu ásamt félögum ÍG og sýna m.a. ýmsar aðferðir í grafík svo sem:

Bob Tomolillo: Lithography.
Nancy Diessner :Pronto plate techniques.
Christianne Corcelle: Carborundum intaglio process.
Judy Hochberg: Toyoba plate process.

Einhverjir félagsmenn ÍG munu líka kynna eitthvð skemmtilegt, amk. mun Viktor kynna rafætingar sem er skemmtileg og einföld aðferð og umhverfisvæn!!
Svo láttu sjá þig hér á Menningarnótt:
Tryggvagata 17 - Íslensk grafík verkstæði

Prufa af nýrri plötu í nýrri pressu. Sérstakur litur.
 Sjálf er ég með pressu í láni og skoðun um þessar mundir á vinnustofunni og er alveg að tapa mér í skemmtilegheitum við að þrykkja og prófa nýja liti sem ég keypti í San Francisco á grafíkmessunni í vetur. Ég er aðallega að vinna ætingar og hér má sjá nokkrar prufur: