Sunday, August 7, 2016

Er að prófa mig áfram með nýja tegund af pappír/I'm trying a new kind of paper
Verk í vinnslu/Work in progress August 2016
Er að prófa mig áfram með nýja tegund af pappír/I'm trying a new kind of paper
Verk í vinnslu/Work in progress August 2016

Er að prófa mig áfram með nýja tegund af pappír/I'm trying a new kind of paper
Verk í vinnslu/Work in progress August 2016
Ný litapaletta/New palette

Tréplatan að loknu þrykki /
Love the plate


Ný litapaletta/New color palette
Sunday, September 21, 2014

Grafík í New York - Fræðslusetur

New York býður upp á allar tegundir lista og er grafíkin þar ekki undanskilin. Alþjóðlega grafíksetrið eða International Print Centre er í einu aðal gallerí hverfi borgarinnar og þar eru jafnan sýningar, og oft ýmsar samkeppnir sem hægt er að taka þátt í. Staðsetningin er á 5 hæð og ekki beint aðlaðandi að koma þar að, en salurinn þar miðlungsstór, með hátt til lofts. Þar sá ég ýmis verk eftir marga þekkta listamenn, ekki endilega grafíklistamenn og var ég ekkert sérstaklega "imponeruð". Hinsvegar vakti athygli mína örlítið fræðslusetur í smá rými inn af salnum. Þar mátti sjá tól og tæki, litla pressu, myndir, bækur um grafíklistamen, plötur ofl. ásamt fræðslumyndbandi. Áhugavert og einfalt að útfæra.Thursday, August 14, 2014

Boston Printmakers, sýningar ofl.

Næsta vika verður venju fremur annasöm í grafíktilliti. Tvær grafíksýningar í uppsiglingu sem ég tek þátt í, 45 ára afmæli Félagsins Íslensk grafík verður fagnað á Menningarnótt í Artótekinu og er opnun klukkan 18.

En á mánudaginn þ.e. 18.-24 ágúst næstkomandi tökum við á móti 18 grafíkerum frá Boston sem ætla að vera hér, vinna á verkstæðinu og skoða landið.


Á Menningarnótt verður þessi góði hópur að störfum á grafíkverkstæðinu ásamt félögum ÍG og sýna m.a. ýmsar aðferðir í grafík svo sem:

Bob Tomolillo: Lithography.
Nancy Diessner :Pronto plate techniques.
Christianne Corcelle: Carborundum intaglio process.
Judy Hochberg: Toyoba plate process.

Einhverjir félagsmenn ÍG munu líka kynna eitthvð skemmtilegt, amk. mun Viktor kynna rafætingar sem er skemmtileg og einföld aðferð og umhverfisvæn!!
Svo láttu sjá þig hér á Menningarnótt:
Tryggvagata 17 - Íslensk grafík verkstæði

Prufa af nýrri plötu í nýrri pressu. Sérstakur litur.
 Sjálf er ég með pressu í láni og skoðun um þessar mundir á vinnustofunni og er alveg að tapa mér í skemmtilegheitum við að þrykkja og prófa nýja liti sem ég keypti í San Francisco á grafíkmessunni í vetur. Ég er aðallega að vinna ætingar og hér má sjá nokkrar prufur:

Saturday, February 1, 2014

Félagið Íslensk grafík - 45 ára 2014

Það er alltaf ástæða til að fagna tímamótum. Tímamótin má nota til þess að halda árangri á lofti, setja sér markmið, fagna lífinu og tilverunni og auðvitað sýna hvað maður getur og hver maður er! Félagið Íslensk grafík sem ég er í fyrirsvari fyrir fagnar á þessu ári 45 ára afmæli sínu. Á afmælisárinu leggjum við í félaginu áherslu á innra starf, endurnýjum heimaíðuna okkar og leggjum sérstaka áherslu á að draga fram fjölbreytileika og virkni félagsmanna okkar. 

Við stöndum fyrir afmælissýningu í september, október í Artótekinu sem er í Borgarbókasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu. Þar býðst öllum félagsmönnum að taka þátt og sýna eina mynd í ramma í stærðinni 30x30. Hér má sjá grein um stofnun Artóteksins: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/810447/

Við leggjum sérstaka áherslu á tengsl bóka og listrænnar bókagerðar í viðburðum sem félagið stendur fyrir og munum á Safnanótt td bjóða gestum upp á að þrykkja og búa til eigin bók til að taka með. 

Við tökum á móti góðum gestum frá Boston Printmakers á Menningarnótt sem eru komnir til að kynnast landinu og grafíkverkstæði ÍG og munu ásamt félagsmönnum standa að sameiginlegri möppu sem gefin verður út með grafíkverkum. Þeir munu einnig sýna verk sín í Grafíksafninu og bjóða félagsmönnum að sýna í Boston á næsta ári. Hér má sjá hlekk á síðuna þeirra:http://www.bostonprintmakers.org/

Við munum á afmælisári heiðra félagsmann okkar, frumkvöðul í grafík og sem hefur unnið að list sinni og hvergi gefið eftir í listrænum metnaði. Núverandi heiðursfélagar ÍG eru: Bragi Ásgeirsson, Karólína Lárusdóttir, Ragnheiður Jónasdóttir, Ríkharður Valtingojer.
Heiðursfélagi ÍG 2009, Ríkharður Valtingojer teiknar á litógrafíustein.


Við bjóðum félagsmönnum okkar að koma á verkstæðið mánaðarlega til skrafs og ráðagerða um það sem efst er á baugi í grafík og á sýningarvettvangi en líka til að hittast og rifja upp gamla takta og skapa nýja. 


Sjálf ætla ég að leggja land undir fót í lok mars og sækja SGC ráðstefnu í San Francisco í fyrsta sinn. Þar koma listamenn frá öllum heimshornum og sýna og fjalla um grafík ásamt því að tengjast  vinaböndum. http://sgcisanfrancisco.org/ Ég hlakka til að segja meira frá þessari ráðstefnu.

Líklega verður árið 2014 spennandi GRAFÍKÁR.